HRINGRÁSIN Á NORÐURHVELI
einkennist af fyrirstöðuhæð yfir N-Íshafinu og Grænlandi.
Kortið sýnir hæð 500 hPa flatarins og frávik eins og það var kl. 18 í dag 29. maí. Rauður litur táknar hærri flöt og oftast líka hlýrra loft.
Svo mælir Einar Sveinbjörnsson á facebook síðu sinni, einnig má sjá meira um þetta á blika.is sem er afar áhugaverð veðursíða en þar segir meðal annars:
Á vorin er norðurhjarinn eins og grunn skál full af köldu lofti. Smámsaman lekur úr henni, hún flest út og hlýrra úr suðri þrengir sér smám sama að eftir því sem sumrar.
Nú er eins og skálinni hafi verið hafi hvolft við! Hvað hæsta staðan er norður af Grænlandi og kalda loftið hefur yfirgefið heimkynni sín í nokkuð vel afmörkuðum kjörnum.