Götugrillin á Siglufirði hefjast klukkan 18.00. í dag víða um bæinn.

Það eru Kjarnafæði, Aðalbakarí, Kjörbúðin og Torgið sem gefa bæjarbúum grunninn að skemmtilegri grillveislu með pylsum, pylsubrauðum og hefðbundnu meðlæti með pylsunum, íbúar og fyrirtæki er hvött til að bæta einhverju við á grillin.

Einnig er fólk hvatt til að grípa með sér ferðastóla og borð til að sitja við og njóta.

Staðsetningar grillstaða voru settar í hendur íbúa Siglufjarðar og óskað var eftir yfirgrillurum.

Miðað við þær upplýsingar sem stýrihópur Síldarævintýris hefur fengið fregnir af verður grillað á eftirfarandi stöðum. Ef einhverjir vita betur þá endilega láta hópinn vita því þeir keyra góssið út á grillstaðina um miðjan dag.

Eyrarflöt og Norðurtún – Yfirgrillarar Ella og Aníta – Grillað á Norðurtúni 3

Hafnargata/Hafnartún – Yfirgrillari Geiri – Grillað á svæðinu milli Óla Matta og Freysteins

Laugarvegur – Yfirgrillarar Bryndís og Sævar, Ásta Rós og Óli, Sirrý og Óli Natan – Grillað við leikvöllinn

Suðurgata – Yfirgrillarar Hulda og Boggi, Guðrún og Skarphéðinn – Við Suðurgötu 50

Hverfisgata suður og Hávegur mið – Yfirgrillari Doddi Bjarna – Grillað á Hverfisgötunni

Eyrin – Yfirgrillari Halldór Hilmars – Við Áhaldahúsið

Græna hverfið – Yfirgrillari Óli Biddýar – Komið saman á malarvellinum

Fossvegur, Ártún, Hólavegur (Blái), Hlíðarvegur (Blái) og Hvanneyrarbraut að hluta – Yfirgrillarar Jói Ott og Eva Ómars – Komið saman við leikvöllinn á Fossvegi

Túngata, Þormóðsgata (að norðan), Mjóstræti og hluti Hvanneyrarbrautar – Yfirgrillari Alli Arnars – Komið saman í Mjóstræti