Er hægt að grúva í gegnum einmanaleikann? Falsettan bergmálar á auðu dansgólfi á meðan ástin gengur út. Hjartað fylgir henni svo brjóstkassinn stendur eftir tómur. Draumkennt lag um þrá, í nýstárlegum hljóðheimi, þar sem melódíurnar veita svör við annars þögulli ást.
Nafn flytjanda: Myrkvi
Nafn lags: Completely Empty
Lag, texti, söngur, gítar, fiðla: Magnús Thorlacius
Nafn plötu: Rykfall
Nafn útgefanda: Baggabotn
Upptökur, hljóðblöndun, bassi, slagverk: Arnar Guðjónsson
Hljómjöfnun: Sigurdór Guðmundsson
Hljómborð: Sigurður Thorlacius
Trommur: Arnór Sigurðarson
Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius. Ný breiðskífa, sem ber heitið Rykfall, er væntanleg. Hún er töluvert frábrugðin þeirri síðustu, Early Warning, sem var samin með Yngva Holm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra í Vio, þar sem tónlistaferill Magnúsar hófst. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hlaut á sínum tíma tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Myrkvi leit fyrst dagsins ljós árið 2020 með lagi sem naut mikilla vinsælda, Sér um sig.
Aðsent