Sjana Rut er tónlistar- og listakona sem hefur gefið út eigin tónlist frá árinu 2016. Hún vakti fyrst athygli í The Voice Ísland árið 2017 og hefur síðan þá brallað ýmislegt – bæði í tónlist og listsköpun.
Árin 2021–2022 gaf hún út tvískiptu plötuna Broken og Unbreakable, sem fjalla um heilun og styrk – og fylgdi þeim eftir með listasýningu.
Árið 2024 gaf hún út íslensku plötuna Raunheimar, og fyrr á þessu ári sigraði hún lagakeppni Bítisins og Overtune.
Nú snýr hún aftur með nýtt lag – Game Over – sem komið er í spilun á FM Trölla.
Þetta lag er innblásið af nostalgískri tölvuleikjamenningu og fjallar um að endurheimta stjórnina á eigin lífi eftir miklar áskoranir. Lagið kom út í gær, 16. maí og er samið til að hreyfa við fólki, rífa mann á fætur og minna okkur á að við höfum öll vald til að hefja nýjan leik!