Hljómsveitin KVIKA er að fara að gefa út plötu á vormánuðum sem mun bera nafnið “The River”. Það má því segja að ný KVIKUlög verði til á næstunni. Vonandi verða þetta einu kvikulögin á árinu.
Gefið var út eldheitt rómantískt lag um daginn sem ber nafnið “Valentine”.
Í byrjun árs gáfum við fyrsta lag plötunnar út sem bar nafnið “The Arrow of Time”. En bæði lögin má finna á Spotify og öðrum veitum:
https://open.spotify.com/album/4EKt7u7rj49sho9daD84xM og https://open.spotify.com/album/53vRhrzN1qIu0mbc28U1bg
Í lok árs 2019 gaf Kvika út plötuna “Welcome to Lava Land” (þýðing: Velkomin til Hraunslands”), sem einnig má finna á helstu streymisveitum, hér t.d. á Spotify: https://open.spotify.com/album/0x95lXFYWKTXM6jqs05ae5.
“Við náðum einum útgáfutónleikum sem við æfðum upp mjög vel til þess svo að spila á tónleikum á síðasta ári, en það féll um sjálft sig sökum einhvers sem flestir ættu að kannast við. Í kaldhæðninni allri þá vorum við búnir að semja lag sem heitir “Fever” sem mun rata á nýju plötuna”. segja Kvikumennirnir Guðni Þór og Tumi.