Árið 2018 samþykkti Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að úthluta fimm lóðum á Flæðunum í Ólafsfirði.
Mikil eftirspurn var eftir lóðunum en langt er síðan svona mörgum lóðum hefur verið úthlutað í Fjallabyggð. Lóðirnar sem úthlutað var eru við Bakkabyggð og Mararbyggð í Ólafsfirði.
Í júlí 2018 samþykkti Bæjarráð Fjallabyggðar beiðni bæjarstjóra um heimild til lokaðs útboðs vegna gerðar götu í Bakkabyggð Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum skyldi gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf,
Smári ehf,
Bás ehf,
Sölvi Sölvason,
Magnús Þorgeirsson.
Eftirtöldum aðilum var síðan gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf,
Magnús Þorgeirsson,
Smári ehf,
Bás ehf,
Fjallatak ehf,
Sölvi Sölvason.
Á 614. fundi Bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal deildastjóra tæknideildar, dags. 29.07.2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið “Bakkabyggð, gatnagerð og veitur” mánudaginn 29. júlí sl.
Eftirfarandi tilboð barst:
Sölvi Sölvason 48.843.750
Kostnaðaráætlun 46.547.500
Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboðinu verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar í verkið “Bakkabyggð, gatnagerð og veitur”.
Samkvæmt útboðsgögnum er verkinu áfangaskipt og verður framkvæmt fyrir 18 mkr. á árinu 2019.