Nokkur spenningur greip um sig hjá nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga í áfanganum „skapandi tónlist“ þegar þeir rákust á kassa í anddyri skólans sem virtust innihalda nýjar græjur til tónlistariðkunar.
Kassarnir voru opnaðir í hvelli og grunur þeirra reyndist réttur. Í ljós kom gítarmagnari, hljóðkerfi, hljóðnemastandar, trommukjuðar, strengir og fleira dót.
Strákarnir á myndinni, Hörður, Mikael, Tryggvi og Júlíus eru í hljómsveitinni Ronja og ræningjarnir ásamt fleirum. Hljómsveitin æfir í skólanum á fimmtudögum og kemur væntanlega næst fram á haustsýningu MTR um miðjan næsta mánuð.
Guðmann Sveinsson kennir áfangann um skapandi tónlist.
Af vefsíðu Menntaskólans á Tröllaskaga mtr.is