Útgáfutónleikar Péturs Arnars í Húsi máls og menningar

– í tilefni útgáfu fyrstu plötu hans, með fjölbreyttu safni laga sem hann hefur samið á yfir 20 ára tímabili!

Sum þessara laga hafa áður komið út rafrænt, en allt byrjaði þetta þegar lagið, Aldrei segja aldrei, komst inn í forkeppni Söngvakeppni Sjónvarps 2012.

Pétur hefur átt gott samstarf með framúrskarandi tónlistarfólki sem vart þarf að kynna en meðal þeirra eru:
Geir Ólafsson, Íris Lind Verudóttir og Sigurður Ingimarsson, sem flytja lögin ásamt höfundi.

Á tónleikunum hyggst Pétur Arnar, í bland við flutning laganna, segja frá tilurð þeirra á persónulegum nótum og “hafa þetta bara huggulegt með ballöðum og “bjartsýnispoppi” í bland við rokk.”

Þessar tónsmíðar fara nefnilega vítt og breitt um stemmingarskallann!
Búið ykkur því undir smá rússíbana; Engin sætisbelti á staðnum!
” segir Pétur Arnar á facebook.