Vonskuveður gengur nú yfir landið með hvössum vindi og ofankomu.

Lokað er á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er í Ólafsfjarðarmúla.

Vegum hefur verið lokað á Kjalarnesi, Snæfellsnesi, við Hraunsmúla og Hafursfelli. Siglufjarðarvegi, Öxnadalsheiði, Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði.

Hægt er að fylgjast nánar með færð á vefsíðu Trölla.is og hjá Vegagerðinni.