Staða deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð var auglýst til umsóknar þann 6.maí 2022.

Alls bárust 4 umsóknir um starfið. Tekin voru viðtöl við 3 umsækjendur. Mögnum ráðningar sáu um ráðningarferlið og fyrir liggur greinargerð ráðgjafa þar sem lagt er til að Bragi Freyr Kristbjörnsson verði ráðinn í stöðuna.

Á 747. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt til við bæjarstjórn að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð.