Í vikunni fóru fram aðalfundir tveggja Svæðisráða Einingar- Iðju, en þau eru í heildina þrjú, Svæðisráð Hríseyjar og Dalvíkur, Svæðisráð Fjallabyggðar og Svæðisráð Grýtubakkahrepps. Fundur síðastnefnda ráðsins verður 5. febrúar nk.
Á fundum ársins þarf að kjósa svæðisfulltrúa hvers svæðis og varamann til tveggja ára. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins. Einnig var farið yfir nýja Gallup könnun félagsins og Mínar síður Einingar-Iðju sem nýlega voru teknar í notkun.
Á fundinum sem fram fór í Fjallabyggð var Ólöf Margrét Ingimundardóttir sjálfkjörin sem nýr svæðisfulltrúi, en Halldóra María Þormóðsdóttir fyrrum svæðisfulltrúi skipti nýlega um vinnustað og er komin í annað stéttarfélag. Ólöf Margrét kemur því ný inn í aðalstjórn félagsins í stað Halldóru.
Elín S. Kjartansdóttir sem var varasvæðisfulltrúi var einnig sjálfkjörin í embættið.
Anna formaður Einingar-Iðju þakkaði Halldóru fyrir góð störf í þágu félagsins og færði henni blómvönd.
Á fundinum sem fram fór á Dalvík var sjálfkjörið í embættin. Sigríður Þ. Jósepsdóttir mun sitja áfram sem svæðisfulltrúi og Joanna Krystyna Przychodzen verður áfram varasvæðisfulltrúi Svæðisráðs Hríseyjar og Dalvíkur
Mynd: Ólöf Margrét Ingimundardóttir er nýr svæðisfulltrúi félagsins í Fjallabyggð og kemur því ný inn í aðalstjórn félagsins. Hér má sjá f.v.: Ólöfu, Halldóru og Elínu.
Forsíðumynd/Eining- Iðja