Vatnsnesvegur fjármagnaður á Karolinafund

Sveitarstjórn Húnaþings vestra stendur fyrir söfnun á Karolinafund, til að aðstoða ríkisvaldið svo hægt verði að byggja upp Vatnsnesveg.

Til að koma verkefninu af stað er ætlunin að safna 100.000.000 Kr. upp í brot af undirbúningskostnaði.

Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711.

Smellið hér til að sjá nokkrar góðar hugmyndir um hvernig má styrkja verkefnið.

Vatnsnesvegur, vegur númer 711, hefur töluvert verið í umræðunni undanfarin ár vegna ástands hans. Vegurinn er 70 km malarvegur sem vantar ofaníburð og þegar rignir verða holurnar í honum fleiri en vötnin á Arnarvatnsheiði, sem sagt óteljandi.

Mikil umferð er um þennan veg enda er Vatnsnesið ein helsta náttúruperla landsins. Mikilvægt er að unnið sé að því að öryggi vegfarenda á útvegum landsins verði sem mest en þessu öryggi er því miður ábótavant á vegi 711.

Í mörg ár hafa sveitarstjórn og íbúar á svæðinu beðið stjórnvöld um ráð til bóta en ekki haft erindi sem erfiði vegna skorts á fjármagni. Vissulega hefur árangur náðst að hluta en betur má ef duga skal.

Er ástand vegarins því miður orðið það slæmt að skólabörn sem ferðast veginn tvisvar á dag alla sína skólagöngu ná því ýmsa daga að hrista bæði morgun- og hádegismat upp úr sér á ferðinni, til lítillar ánægju bæði fyrir börn og aðstandendur.

Sjá bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra.

Sjá eldri frétt á Trölli.is: