Veður­stof­an hef­ur gefið út viðvör­un vegna norðaust­an­hvassviðris sem er spá um stór­an hluta lands­ins. Spáð er hvassri norðaustanátt með snjó­komu norðan og aust­an til frá miðviku­degi til föstu­dags og því eru ferðamenn hvatt­ir til að fylgj­ast vel með veður­spám og -viðvör­un­um.

Guð viðvör­un er í gildi fyr­ir Faxa­flóa­svæðið frá klukk­an 17 á morg­un til miðnætt­is á fimmtu­dag. Sam­kvæmt Veður­stofu Íslands geng­ur í norðaust­an 15-23 m/​s, hvass­ast verður á Snæ­fellsnesi og við Hafn­ar­fjall þar sem vind­hviður geta náð 45 m/​s. Vara­samt öku­tækj­um, sem eru viðkvæm fyr­ir vindi.

Veðurhorfur á landinu
Austan 5-13 m/s, en 13-18 undir Eyjafjöllum í dag. Stöku skúrir eða él S-lands og með A-ströndinni, en annars hægari og bjartviðri. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 0 til 10 stig norðan heiða.
Hvessir í nótt og á morgun, NA 15-23 síðdegis á morgun og hvassari á stöku stað. Þurrt SV-til, rigning um landið SA-vert og slydda á Austfjörðum, en annars víða snjókoma eða él með skafrenning. Minnkandi frost á morgun og hiti 0 til 7 stig S-til, mildast SA-lands.
Spá gerð: 27.11.2018 04:38. Gildir til: 28.11.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 15-23 m/s, hvassast SA-lands og snjókoma á N-verðu landinu, slydda austast, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig S-lands og með A-ströndinni, en annars 0 til 5 stiga frost.

Á föstudag:
 Norðan 10-18 m/s og snjókoma, síðar él á N-verðu landinu, en lengst af úrkomulaust syðra, hvassast á annesjum A-til. Frost víða 1 til 6 stig.

Á laugardag:
 Útlit fyrir norðvestanhvassviðri með snjókomu NA-til, en annars hægari og él. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
 Fremur hæg breytileg átt, él á víð og dreif og talsvert frost.
Spá gerð: 27.11.2018 08:21. Gildir til: 04.12.2018 12:00

Á facebook-síðu Einars Seinjörnssonar veðurfræðings eru eftirfarandi upplýsingar á veðri næstu daga.

“VEÐUR VERSNAR MJÖG UM MIÐJA VIKUNA
Lægð dýpkar langt fyrir sunnan land. Hitaskil hennar nálgast suðaustanvert landið á miðvikudag. Á sama tíma berst svellkaldur loftmassi úr norðri með A-strönd Grænlands. Snemma á miðvikudag verða þannig kuldaskil með snjókomu úti fyrir Norðurlandi.

Lægðin dregur kalda loftið til sín. Þessi tvö ólíku skil ná saman yfir landinu snemma á fimmtudag með mikilli úrkomu um austan- og norðanvert landið. Mest megnis snjókomu. Á Akureyri getur þannig hæglega sett niður upp undir 30 sm snjó frá hádegi á fimmtudag og fram á föstudag.

Ekki verður hann jafnfallinn, því stormur af NA fylgir og með tilheyrandi kófi.

Mikill hitastigull og samsvarandi þrýstifall þvert yfir landið frá NV til SA knýr þessa öflugu vindröst í lægri lögum.

Sunnan- og vestantil hvessir og snjófjúk líklegt um tíma. Sérlega hvasst getur orðið á Vesturlandi og Vestfjörðum á fimmtudag. Meira að segja verða Höfuðborgarbúar að fylgjast vel með, ekki síst Vesturbæingar og Seltirningar þegar hann stendur af Esjunni og út Hvalfjörðinn.

*Kortin eru fengin af Brunni Veðurstofunnar.

 

Myndir og heimildir: Einar Sveinbjörnsson/Veðurstofa Íslands