Eftir leiðinda veður undanfarið er það gengið niður og spáir skaplegu veðri næstu daga.

Vegir hafa verið lokaðir vegna veðurs og snjóflóðahættu víða um land en eru að opnast hver af öðrum fyrir utan Vestfirði þar sem allt er enn lokað.

Fyrir norðan er ekki er búið að opna Vatnsskarð en aðrar helstu leiðir hafa verið ruddar.

Skjáskot/Vegagerðin

Snjóþekja eða hálka er á þeim leiðum sem búið er að opna. Þæfingur er á nokkrum útvegum.

Í dag er norðlæg átt, víða 5-13 m/s, en norðaustan 15-23 norðvestantil. Slydda eða snjókoma með köflum um norðanvert landið, annars þurrt. Dregur úr vindi og úrkomu í dag. Breytileg átt 3-10 og úrkomulítið í kvöld, en norðaustan 8-15 og stöku él um landið norðvestanvert. Hiti kringum frostmark.
Austlæg átt, 5-13 m/s á morgun, en suðlægari síðdegis. Skúrir eða él á suðurhelmingi landsins en annars úrkomulítið. Hiti um og yfir frostmarki með suðurströndinni, en frost 0 til 7 stig norðantil.