Stefán Elí var að gefa út berstrípaða útgáfu af laginu sínu Trip to the Stars. Kallast þessi útgáfa því trip to the stars (stripped).
Trip to the Stars með Stefáni Elí kom upprunalega úr haustið 2018, og var þá í rafmagnaðri útgáfu. Lagið fékk nokkra spilun á útvarpsstöðvum og hefur verið vinsælt lag á tónleikum með Stefáni Elí. Síðustu mánuði hefur hann, ásamt Gauja, eða Guðjóni Jónssyni, píanóleikara flutt berstrípaða og órafmagnaða útgáfu af laginu á tónleikum, sem hefur notið mikillar hylli tónleikagesta. Þeir félagar ákváðu að hljóðrita lagið, og bættu við cellói, sem Rún Árnadóttir leikur á.
Þessi útgáfa af laginu er því töluvert ólík annarri tónlist sem Stefán Elí hefur gefið út, þar sem gítarar og electrónísk hljóð hafa yfirleitt ráðið ríkjum. Píanó, celló og söngur gera lagið enn viðkvæmara og fallegra en áður.
FM Trölli hefur sett lagið í spilun.