Íslandsmótið í réttstöðulyftu fór fram í Kópavogi um síðustu helgi.
Hilmar Símonarson keppti fyrir hönd Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar.
Líkt og áður stóð Hilmar sig frábærlega, hann opnaði á fisléttri 200kg lyftu, í annarri tilraun 215kg í mjög öruggri lyftu og bæting um 4,5 kg á íslandsmeti staðreynd. Að síðustu reyndi Hilmar við 222,5 kg en það naumlega mistókst eftir fljúgandi gott start.
Mótið sjálft var mjög sterkt, um 50 keppendur voru skráðir til leiks og flest af okkar besta keppnisfólki tók þátt, fjöldi meta var sett og áhofendur sköpuðu feikna góða stemningu.
Það vekur því nokkra athygli að Hilmar var í 6. sæti yfir stigahæstu keppendur mótsins, Það er því ljóst að Hilmar Símonarson er farinn að berjast við hlið hinna bestu.
Trölli.is óskar Hilmari til hamingju með nýtt íslandsmet.
Mynd/KFÓ