Í tilefni 30 ára afmælis Best Fyrir sendi bandið nýlega frá sér Sjálfulagið.
“Sjálfulagið er létt grín gegn okkur sem höldum að það sé eitthvað fólk þarna hinum megin við skjáinn að bíða eftir enn einni sjálfunni.”
Sjálfulagið var tekið upp í Hofi undir stjórn Hauks Pálmasonar.
Best Fyrir skipa Dalvíkingurinn Elmar Sindri Eiríksson, Vopnfirðingurinn Brynjar Davíðsson og Akureyringarnir Bergþór Rúnar Friðriksson og Pétur Guðjónsson.