Fasteignamiðlun kynnir eignina Hverfisgata 16, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0610 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Hverfisgata 16 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0610, birt stærð 178.4 fm.

Sjá myndir: HÉR

Eignin stendur á fallegum stað á brekkunni með miklu útsýni mitt á milli fjalls og fjöru. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og hefur ávallt verið vel við haldið
.

Nánari lýsing:

Neðri hæð:

Gengið er inn á neðri hæðina inn í rúmgótt þvottahús/geymslu með steyptu máluðu gólfi og hillum á veggjum að hluta. Nýr gluggi og gler í í þvottahúsi. Gengið er í gegnum baðherbergi inn í íbúð á neðri hæð. Baðherbergi er með fibo tresbo plötum á veggjum og dúkaflísum á gólfi. Sturta, vaskur, baðskápar og gólftengt klósett. Á neðri hæð eignarinnar eru þrjú rúmgóð svefnherbergi öll með parketi á gólfi og fataskápum. Nýtt gler er í glugga í herbergi sem snýr í norður. Annað andyri er á neðri hæð með ágætis fatahengi og steyptu gólfi. Stigi er upp á efri hæðina og er geymsla undir stiganu með skápahurðum. Panell er á veggjum upp stigaopið og gluggi sem birtir upp rýmið. 

Efri hæð: 
Teppi er á efri hæð eignarinnar í holi og inn í stofuna. Opið rými er frá andyri sem er flísalagt og inn í hol sem er teppalagt. Gengið er inn í efri hæðina upp timburpall sem liggur vestan við hús. Stofa og borðstofa liggja saman í opnu rými með góðu gluggarými og frábæru útsýni. Eldhús er mjög rúmgott með efri og neðri skápum og fibo tresbo plötum á milli. Borðkrókur er með hornbekk og eldhúsborði og parket á gólfi. Á efri hæðinni er lítið baðherbergi með vask og gólftengdu klósetti. Dúkaflísar eru á veggjum og parket á gólfi. Einnig er gluggi með opnanlegu fagi. Tvö svefnherbergi eru á efri hæðinni með parketi á gólfi og fataskápur í öðru þeirra. Háaloft er yfir allri eigninni sem er manngengt með stiga sem sígur niður þegar platan er opnuð. Gluggar eru á norður og suður stafni eignarinnar því mikið útsýni og bjart uppi á lofti. 
Þak eignarinnar var lagað og málað 2022. 
Hægt væri að skipta eigninni í tvær íbúðir, efri og neðri hæð en sitthvor rafmagntaflan er á báðum hæðum og húsinu var skipt í tvær íbúðir áður.
Garðurinn er gróin og skjólgóður með geymsluskúr. Einnig er sólpallur staðsettur sunnan við húsið í góðu skjóli. 

Eldhús: Bjart og rúmgott eldhús með gamaldags innréttingum sem eru mjög vel með farnar. Ný blöndunartæki eru í vask og skipt var um niðurfall og vatnsleiðslur. Einnig er búið að skipta um helluborð og ofn. 
Baðherbergi: eru tvö annað á neðri hæð og hitt á efri hæð. Sturtuklefi, klósett, vaskur og innréttin á neðri hæð en klósett, vaskur og innrétting á efri hæð. 
Stofa/borðstofa: er mjög rúmgóð og björt með miklu útsýni og ljósu teppi á gólfi. 
Svefnherbergi: eru fimm í heildina öll með parket á gólfi og fataskápum í fjórum þeirra. 
Þvottahús/geymsla: er rúmgóð með hillum á veggjum og auka herbergi sem áður var notað sem búr þegar eldhús var einnig á neðri hæðinni. 
Háaloft: er yfir allri eigninni og því mjög rúmgott og hátt til lofts því vel hægt að nýta sem auka rými.  

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.