Út er komið nýtt lag með Countess Malaise. Lagið nefnist Anticipating Pt. 2 og er fjórða smáskífan af væntanlegri plötu frá henni sem ber heitið MALTIDA sem mun líta dagsins ljós seinna í sumar.
Anticipating Pt.2 is er um missi og ástarsorg. Lagið er opið bréf til fyrrverandi og í textanum kemur fram að hún sjái ekki fyrir sér að geta elskað neinn annan en hún ætlar að reyna því hún hefur beðið of lengi. Lord Pusswhip vann lagið með Countess Malaise.
Countess Malaise um lagið:
“In hindsight this song made me fully realise my abandonment issues and how much weight I put on romantic love. It motivated me to work hard on myself. ”
Um Countess Malaise
Dýrfinna Benita er rappari sem hefur komið fram undir alter egóinu Countess Malaise. Hún hefur unnið með mörgum öðrum listamönnum, þar á meðal hljómsveitinni CYBER og Lord Pusswhip. Einnig hefur hún unnið með erlendu tónlistafólki eins og til dæmis LYZZA og Slim Poppins.
Anticipating Pt.2 á Spotify: