Tónlistarkonan og pródúsentinn ZÖE hefur gefið út nýtt lag sem nefnist „Silver Bullets“.


Silver Bullets er önnur smáskífa af væntanlegri breiðskífu hennar sem kemur út á næsta ári en ZÖE gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music um útgáfu plötunnar.

Lagið Shook sem kom út á dögunum og trolli.is greindi frá er mjög vinsælt um þessar mundir og mikið spilað á FM Trölla.

Nýja lagið, Silver Bullets verður leikið á FM Trölla í dag milli kl. 13 og 15 í þættinum Tíu Dropar.

Nokkur orð um lagið frá Zöe:

Lagið er hresst og grúví og snýst um að uppgötva líkamleg og andleg tengsl við einhvern sem er svo ákaft að það er nánast of mikið til að bera. Það fjallar um að vera háður þessari tilfinningu en á sama tíma hræddur við hana.