Í dag verður nýtt lag frumflutt á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá kl. 13 alla sunnudaga.
Lagið heitir Carolyn, flytjandi er Arnar Dór Hannesson.
Höfundur lags er Gunnar Ingi Guðmundsson en höfundur texta er Erin Brassfiled.
Söngvarinn Arnar Dór tók þátt í The voice Ísland 2018 og er að koma fram á ýmsum stöðum í sumar samhliða störfum sem rafvirki.
Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, er bassaleikari og lærði songwriting (lagasmíðar) í Berklee college of music í Boston USA.
Gunnar fékk svo til liðs við sig amerískan textahöfund sem heitir Erin Brassfiled og eru fleiri lög frá þeim væntanleg.
Gunnar samdi til að mynda lagið Draumur um þjóðhátíð fyrir Skítamóral árið 2003 sem var þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2003.
Nýja lagið, Carolyn, varð til þegar Gunnar var við nám í Berklee í Boston að nema “songwriting” eða lagasmíðar.
Á píanó leikur Helgi Már Hannesson bróðir Arnars.
Lagið er svo væntanlegt á Spotify.