Í vikunni gaf Ferðafélag Íslands út rit um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum. Höfundur ritsins er Siglfirðingurinn Björn Z. Ásgrímsson. Heiti þess er Fjallabyggð og Fljót – 25 gönguleiðir um Fjallstinda og Fjallaskörð. þetta er fallegt og fróðlegt rit sem hentar vel að hafa meðferðis í stuttar og lengri leiðir. Þar eru gagnlegar lýsingar allra leiða ásamt kortum með GPS punktum. Einnig er fjöldi fallegra ljósmynda í ritinu og annar fróðleikur tengdur gönguleiðunum.
Björn hefur unnið að ritinu sl. tvö ár og vill fagna þessum tímamótum með kynningu á bókinni á Hótel Sigló sunnudaginn 16 júní kl 15:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Sjá nánar um bókina á heimasíðu Ferðafélags Ísland: https://www.fi.is/is/um-fi/frettir/fjallabyggd-og-fjot-nytt-fraedslurit-fi

.

.
Myndir: aðendar