Þó nokkuð hefur borið á því að hlutir sem EKKI eiga heima í endurvinnslu berist með grænu tunnunni í flokkunarskemmu. Þar má helst nefna gler og aðra oddhvassa hluti, einnig er algengt að finna þar sóttmengaðan úrgang frá heilbrigðisstofnunum s.s. vökvadreypi og nálar.

Það er mjög mikilvægt að þessi hlutir fari ekki í Grænu tunnu Íslenska Gámafélagsins vegna þess að endurvinnsluhráefnið er handflokkað. Beittir hlutir og sóttmengaðir geta skaðað starfsfólk ÍG að störfum.

Íbúar Fjallabyggðar eru minntir á og hvattir til að vanda flokkun á sorpi !

Græna tunnan – Endurvinnanlegt. 

Mikilvægt er að gengið sé frá hráefninu samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum, (Sorphirðuhandbókin 2015), annars er hætt við að hráefnið verði óhæft til endurvinnslu og endi í urðun.