Ljósmyndasögusafnið Saga-Fotografica á Siglufirði verður opið alla daga í sumar frá kl. 13:00-16:00. Safnið stendur við Vetrarbraut 17. Aðgangur að safninu er ókeypis og eru safnverðir alltaf til aðstoðar fyrir þá sem vilja fá frekari upplýsingar. Á safninu má finna fjölda áhugaverðra ljósmynda og ljósmyndamuna. Safnið opnaði þann 17. júní 2013 og fagnar því sex ára afmælinu í ár. Safnið verður opið á 17. júní næstkomandi frá kl. 13:00-17:00 og eru allir boðnir sérstaklega velkomnir að fagna afmælinu.

Safnverðir eru þeir Sveinn Þorsteinsson sími: 848-4143 og Steingrímur Kristinsson 892-1569. Utan opnunartíma er hægt að panta tíma fyrir hópa.

Fyrir er sýning Ragnars Axelssonará myndum frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.  RAX er víðfrægur og dáður ljósmyndari.

Sýningin á verkum RAX og Leifs þorsteinssonar verður opin til 31. Ágúst 2019.

Saga Fotugrafica er opin alla daga í sumar frá 13:00-16:00  en á 17. júní er opið frá 13:00-17:00 í tilefni opnunarinnar.
Hægt er að biðja um sérstaka opnun, safnvörður Steingrímur í síma 892-1569.

Leifur Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1933. Hann lauk gagnfræðaprófi við Ingimarsskólann í Reykjavík, las landspróf utanskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Sama sumar giftist hann samstúdent sínum, Friðriku G. Geirsdóttur, síðar myndlistarkonu og grafískum hönnuði. Þau fluttu saman til náms í Kaupmannahöfn um haustið. Hún lagði stund á myndlist og grafíska hönnun við Kunsthåndværkerskolen en hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla í eðlis- og efnafræði. Hann lauk hluta fyrrihlutaprófs 1958 áður en hann söðlaði um og hóf nám í ljósmyndun við Photografisk forenings fagskole í Kaupmannahöfn. Meistari hans var Jan Selzer sem rak litvinnslustöð sem var talsverð fyrirhöfn á þessum tíma og þar kom efnafræðikunnátta Leifs að góðum notum. Fyrir vikið bauðst honum að stýra litframköllunarstofunni og fékk full mánaðarlaun í stað nema launa. Sveinsprófi lauk Leifur vorið 1962.

Leifur og Friðrika fluttu heim í árslok 1962. Leifi tókst ekki að finna starf við blaðaljósmyndun svo í ársbyrjun 1963 stofnaði hann, ásamt Oddi Ólafssyni ljósmyndara, fyrirtækiðMyndiðn. Oddur hætti fljótlega en Leifur rak fyrirtækið allt fram til 1998.

Leifur var einn af stofnendum Ljósmyndasafnsins sem síðar varð Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hann vann mikið að fræðslu, fyrst á vegum Ljósmyndarafélagsins og síðar við Iðnskólann og Myndlista– og handíðaskólann þar sem hann var driffjöður í ljósmyndakennslu og tölvufræðum.

Leifur byggði upp og var forstöðumaður ljósmyndaverkstæðis Listaháskóla Íslands frá 1998 til 2006.

Þekking Leifs á efna- og eðlisfræðilegri hlið ljósmyndunar, sérstaklega litatækni og litvinnslu, var mikils metin og hann var lærifaðir margra íslenska ljósmyndara á því sviði. Hann tileinkaði sér mjög snemma stafræna ljósmyndun og myndvinnslu í tölvum. Aðrir ljósmyndarar leituðu gjarnan til Leifs með tæknileg vandamál og komu sjaldnast að tómum kofanum.

Leifur sat í stjórn Ljósmyndarafélags Íslands um árabil, var varaformaður og formaður um skeið.

Sérsvið Leifs var það sem hann kallaði iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun. Þetta var óþekkt iðngrein þegar hann kom heim úr námi. Leifur vann mikið að all kyns tæknilegri ljósmyndun. Meðal annars var hann ráðinn af eftirlitsfyrirtæki á vegum alþjóða gjaldeyrissjóðsins til þess að mynda mánaðarlega framkvæmdir við smíði Búrfellsvirkjunar. Hann vann mikið að ljósmyndavinnslu fyrir rannsóknarstofnanir, heilbrigðisþjónustu og auglýsingagerð.

Leifur var svo lánsamur að geta sameinað starf sitt og áhugamál. Það var gjarnan hans hvíld frá ljósmyndastarfinu að fara um með myndavélina og festa á filmu það sem honum var hugleikið. Fyrir Leifi var ljósmyndun ekki aðeins iðngrein heldur einnig tækni til listrænnar tjáningar. Mestan áhuga hafði hann á að túlka sýn sína á fólki og mannvist. Reykjavíkurborg var honum einstaklega hugleikin. Ásamt Gísla B. Björnssyni og Birni Th. Björnssyni gerði hann ljósmyndabókina Reykjavík þar sem hann átti allar myndirnar. Hún var gefin út árið 1969 en hugmyndin að bókinni kviknaði árið áður þegar Leifur hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins undir nafninu Myndir úr borginni. Næsta einkasýning hans hét Fólk og var einnig í Bogasalnum árið 1975Með þessum tveimur sýningum lagði hann grunninn að þeirri túlkun á manninum og umhverfi hans sem hann varð þekktur fyrir. Hann hélt fjölda einka– og samsýninga bæði heima og erlendis.

Leifur lést í árslok 2013.