Fasteignamiðlun kynnir eignina Hverfisgata 32, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0624 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hverfisgata 32 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0624, birt stærð 92.2 fm.
Sjá myndir: HÉR

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing: 

Gengið er inn í rúmgott andyri með fatahengi og dökkum flísum á gólfi. Hiti er í gólfi. Inn af andyri er köld geymsla undir stiga á efri hæð. Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og sameiginlega þvottahúsi og geymslu. Hjónaherbergið er rúmgott með stórum fataskápum og parket á gólfi. Annað svefnherbergið er með stórum boga gluggum og góðu útsýni. Eldhús er með hvítum skápum og góðu skápaplássi. Stofa er rúmgóð með parket á gólfi. Baðherbergi er uppgert með dökkum flísum á gólfi og veggjum. Hiti er í gólfi baðherbergis. Stór sturtuklefi með sturtugleri og opnanlegum glugga. Dökk innrétting með vask og nýlegt upphengt klósett. Fljótandi parket er á eigninni fyrir utan baðherbergi og andyri. Þvottahús er sameiginlegt með efri hæðinni. Einnig er sér inngangur þar inn og stigi upp á efri hæðina. Geyma/hitakompa með góðu hilluplássi og flotuðu gólfi. Lóðin er sameiginleg. Pallur er fyrir utan inngang neðri hæðar og einnig grasbali. Stigi upp að eign hefur verið uppgerður og járn handrið sett. Steyptur veggur er fyrir fram eign og bílastæði.  

Eldhús: hvít innrétting með dökkri borðplötu. Gott skáparými og parket á gólfi. Opnanlegur gluggi. 
Baðherbergi: nýlega uppgert með dökkum flísum á gólfi og vegg. Hiti er í gólfi. Stór flísalagður sturtuklefi með sturtugleri og opnanlegum glugga. Dökk innrétting með ágætis skápaplássi. Vaskur og upphengt klósett. 
Stofa: rúmgóð með parket á gólfi og góðu útsýni. 
Svefnherbergi 1: Mjög rúmgott með fataskápum og parket á gólfi. 
Svefnherbergi 2: Mjög rúmgott með bogagluggum og frábæru útsýni. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi 3: Minna en hin með parket á gólfi. 
Þvottahús: er með flotuðu gólfi og góðu hillurými. Inn af þvottahúsi er hitakompa sem einnig er notað sem geymsla. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali