Þátturinn Tónlistin verður á dagskrá í dag frá klukkan 13:00 til 14:00 og það er Palli sem stjórnar þættinum.

Í seinasta þætti voru spiluð þau lög sem taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þriðjudaginn 9. maí.
Í dag verða spiluð þau lög sem taka þátt í seinni undankepppninni sem fer fram fimmtudaginn 11. maí.

Gamla lag dagsins verður spilað en þó er það lag ekki nema rúmlega árs gamalt.

Þátturinn verður svo í fríi næstu vikur vegna flutninga.
Líklegt er að hann byrji aftur á dagskrá seinnipartinn í júní.
Það verður sagt frá því betur síðar.

Ekki missa af þættinum Tónlistin á FM Trölla og á trölli.is sem er sendur út úr hljóðveri III í Noregi klukkan 13:00 til 14:00 í dag.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Mynd: Eurovisionworld.com