Á 648 fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi frá Ríkisskattstjóra, dags. 02.04.2020 vegna útsvarshlutfalls við álagningu 2020, vegna tekna á árinu 2019. Óskað er eftir upplýsingum um endanlegt útsvarshlutfall en sveitarfélögum er heimilt að breyta áður ákvörðuðu útsvarshlutfalli.
Bæjarráð staðfestir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
Er þá útsvarshlutfall í Fjallabyggð það sama og var fyrir árin 2018 – 2019.
Sjá útsvarshlutfall sveitafélaga fyrir árin 2018-2019: HÉR