Ofnbakaðar kjötbollur í dásamlegri kóksósu – uppskrift fyrir 5
- 500 g nautahakk
- 1 dl brauðraspur
- 1 egg
- 1 msk vatn
- 1 laukur, fínhakaður og skipt í tvennt (helmingur í bollurnar og helmingur í sósuna)
- 1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda (frá Pottagöldrum)
- 1 lítil græn paprika, fínhökkuð og skipt í tvennt (helmingur í bollurnar og helmingur í sósuna)
- salt
- pipar
- 2 hvítlauksrif, pressuð
- 2,5 dl tómatsósa (ég var með stevíu tómatsósuna frá Felix)
- 2,5 dl kók
- 2 tsk worcestershire sósa
Hitið ofn í 180° og spreyið 20×30 cm eldfast mót með olíu.
Blandið vel saman nautahakki, brauðraspi, eggi, vatni, hálfum fínhökkuðum lauki, hálfri fínhakkaðri papriku, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Rúllið blöndunni í bollur og raðið í eldfasta mótið.
Setjið hálfan fínhakkaðan lauk, hálfa fínhakkaða papriku, pressuð hvítlauksrif, tómatsósu, kók, worcestershire sósu, salt og pipar í skál og hrærið saman. Hellið yfir kjötbollurnar og setjið í ofninn í 50-60 mínútur. Snúið bollunum í sósunni tvisvar á meðan þær eru í ofninum.
Athugið að ef það á að nota kjötbollurnar sem pinnamat er gott að hafa bollurnar aðeins lengur í ofninum (60 mínútur) til að þykkja sósuna. Ef það á að borða þær með pasta er betra að hafa þær í styttri tíma, til að fá meiri sósu.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit