Í lok desember 2019 kom upp áður óþekkt afbrigði af kórónaveirunni í Wuhan borg í Kína sem olli alvarlegum lungnasýkingum.

Veiran er kölluð 2019-nCoV eða í almennu tali Wuhan-veiran. Talið er að veiran sé upprunin í dýrum og hafi nú hæfileika til að sýkja menn.

Getgátur eru um að smit megi rekja til leðurblaka sem seldar voru á matarmarkaði í Wuhan borg.

Hér að neðan má sjá myndband sem tekin var á áðurnefndum matarmarkaði í Wuhan.


Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma!

Veiran getur smitast manna á milli, óljóst er hversu smitandi hún er, en allt bendir til að náin samskipti þurfi til.. Smitleiðin er fyrst og fremst snerti- og dropasmit.

Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn kallast nú COVID-19.

Veiran er ekki eins skæð og SARS eða MERS kórónaveirur sem höfðu 10% og 35% dánartíðni, en virðist mun meira smitandi og þessi faraldur hefur nú þegar haft mun meiri áhrif á heimsvísu en SARS faraldurinn hafði.

Heimild: Doktor.is
Mynd: skjáskot út myndbandi