Local Food Festival 2019 fór fram í Hofi, Menningarhúsi Akureyrar í gær þar sem 38 fyrirtæki tóku á móti fjölda gesta. Ólafsfirðingarnir Bjarney Lea Guðmundsdóttir og Ida Semey fóru fyrir hönd sinna fyrirtækja, North Experience og Kaffi Klöru og kynntu matartengda ferðaþjónustu í Ólafsfirði.
Bjarney Lea og Ida ákváðu að sækja vinnufundi hjá Blue Sails Consulting sem Markaðsstofa Norðurlands fékk til þess að aðstoða við stefnumótun og gerð ferðamannavegarins Norðurstrandaleið – Arctic Coast Way.
“Á þessum fundum voru áherslurnar þær að þau svæði sem eru á þessari leið, mundu bjóða upp á upplifanir tengdar matargerð og menningu. Þar spratt upp sú hugmynd hjá mér og Idu að setja upp matartengda ferðaþjónustu.” Bjarney Lea hefur mikla reynslu í ferðamálum, stjórnun og markaðssetningu og Ida í tungumálum, ferðamálum og matreiðslu. Því var þetta fullkomið teymi!
Bjarney Lea sótti ráðstefnurnar Vestnorden og Mannamót með sýningu fyrir Markaðsstofu Ólarfsfjarðar (Visit Ólafsfjörður). Þar kom í ljós að íslenskar ferðaskrifstofur ásamt erlendum höfðu mikinn áhuga á matartengdum ferðum fyrir sína viðskiptavini. Kaffi Klara hefur því hafið matreiðslunámskeið sem í boði eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn. Bjarney Lea hefur nú sett upp ferðaskrifstofuna North Experience sem býður upp á matartengda ferðamennsku, ásamt ýmsum öðrum ferðum.
Kaffi Klara bíður upp á matartengda ferðaþjónustu
Forréttarkeppni matreiðslunema:
Forréttur sem verður að innihalda bleikju og blómkál sem aðalatriði.
Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstillingu á réttinum að ræða.
Keppandi verður að vera skráður á námssamning í matreiðslu.
Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust eintak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á norðurlandi.
Sigurvegari – Bjarni Þór Ævarsson hjá Strikinu.
Aðalréttakeppni matreiðslumanna:
Aðalréttur sem verður að innhalda lamb á tvo vegu.
Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstillingu á réttinum að ræða.
Keppandi verður að vera með sveinsbréf í matreiðslu.
Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust eintak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á norðurlandi.
Sigurvegari – Árni Þór Árnason hjá Strikinu.
Eftirréttarakeppni bakara og matreiðslunema/-manna:
Eftirréttur sem verður að innhalda Ricotta ost og vanillu.
Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstillingu á réttinum að ræða.
Keppandi verður að vera á námssamningi/- með sveinsbréf í matreiðslu/- eða bakstri.
Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust eintak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á norðurlandi.
Sigurvegari – Jón Arnar Ómarsson hjá Strikinu.
Flottustu básarnir:
Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta básinn og frumlegasta básinn. Einnig voru veitt verðlaun sem nefnd eru frumkvöðull ársins í mat og matarmenningu.
Fallegasti básinn: Matarkista Skagafjarðar.
Frumlegasti básinn: Milli fjöru og fjalla.
Frumkvöðull ársins: Norðlenska.
Á sýningunni fór fram uppboð þar sem söfnuðust um 250.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Kynningarefni sem þær Bjarney Lea og Ida voru að gefa út