Laugardaginn 8. júní mættu árrisulir Ólafsfirðingar niður í fjöru kl. 09:30 til að tína upp rusl. Það var Markaðsstofa Ólafsfjarðar sem stóð fyrir viðburðinum á degi hafsins og hvatti íbúa og vini Fjallabyggðar til að ganga fjörur Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Gekk vel að tína upp rusl í fjörunni við Ólafsfjörð enda veður gott og var síðan öllum boðið í kaffi og muffins á Kaffi Klöru.

.

.

.

.

.

Kort af svæðinu
Myndir: Markaðsstofa Ólafsfjarðar