Megn ólykt gaus upp í miðbæ Siglufjarðar um kl. 15.00 í dag. Sigurjón Þórðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra var á staðnum og er að kanna málið. Hefur hann farið í nokkur fyrirtæki hér á Siglufirði til að skoða upptök lyktarmengunarinnar, enginn kannast við að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í rekstrinum.

Ef íbúar verða fyrir frekari óþægindum vegna ólyktar eru þeir beðnir að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra eða senda póst á netfangið: sigurjon@hnv.is

Frétt: aðsend
mynd: Kristín Sigurjónsdóttir