Matvælastofnun vekur athygli á að Bónus Kjarnabrauð inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn lúpínu án þess að það komi fram á umbúðum. Mistök áttu sér stað við pökkun og Myllan ehf. innkallar nú vöruna, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Bónus
- Vöruheiti: Kjarnabrauð
- Best fyrir dagsetning: 15.09.2020
- Framleiðandi: Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Bónus um land allt
Varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir lúpínu og afurðum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir lúpínu eða lúpínuafurðum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Myllunnar
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um merkingu á ofnæmis- og óþolsvöldum
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á – upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook