Föstudaginn 10. ágúst átti fréttaritari Trölla.is erindi inn á Dalvík um kl. 14.00. Þá voru miklar umferðar tafir í Múlagöngum og varð hann að stoppa tvisvar í töluverðan tíma því vöruflutningabíll komst ekki áfram. Voru þá útskotin  þjöppuð af bílum og enginn komst hvorki afturábak né áfram í töluverðan tíma. Það er ekki einsdæmi að lenda í töfum og oftar en ekki verður að mæta bíl utan útskota því algengt er að ökumenn misreikna fjarlægð eða treysta því að bíllinn sem er í rétti stoppi við útskot.

Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar 14. ágúst voru tekin fyrir málefni Múlaganga og eftirfarandi bókun gerð.

Hér má sjá þjappað útskot og miklar umferðar tafir sem langan tíma tók að greiða úr.

 

“Í ljósi þeirra umferðar tafa og öngþveitis sem skapaðist hjá vegfarendum í Múlagöngum á sunnudag sl. þegar gestir Fiskidagsins mikla voru að fara til síns heima lýsir bæjarráð áhyggjum sínum af öryggi íbúa og gesta Fjallabyggðar þegar slíkar aðstæður skapast.

Má til dæmis benda á mikilvægi þess að neyðarþjónusta í forgangsakstri svo sem lögregla og sjúkrabílar þurfa að geta komist klakklaust leiðar sinnar á dögum sem þessum, þegar umferðarþungi er mikill um göngin.
Lögreglan sinnti umferðarstjórnun á föstudegi og laugardegi og gekk umferð um göngin vel þá daga.

Bæjarráð samþykkir að boða lögreglustjóra á næsta fund bæjarráðs.”

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir/Fjallabyggð