Fyrr í haust var tekin í notkun hluti nýrrar viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Í viðbyggingunni er mötuneyti, fjölnota salur, rými fyrir frístund, skrifstofur skólastjórnenda og Tónlistarskóli Húnaþings vestra.

Á morgun þriðjudaginn 14. desember frá kl. 16:00 -18:00 verður opið hús og gefst íbúum og gestum tækifæri til að skoða nýbygginguna.