Í ljósi nýrra reglna Covid 19, til að virða 2m regluna, þá er ljóst að takmarka þarf aðgang að opnu húsi Vildarvina og Siglfirðingafélagsins í dag við 30 manns sem vera á í Síldarminjasafni Íslands.
Ef fleiri en 30 mæta mun verða boðið upp á aðra kynningu kl 18:00 sem fjöldi mun einnig takmarkast við 30 manns.
Því miður þarf að grípa til þessara aðgerða þar sem ekki er í önnur hús að leita með svo skömmum fyrirvara.
Móttakan hefst um kl 17:00 og er dagskráin eftirfarandi:
- Kynning á innihaldi gjafar Vildarvina og Siglfirðingafélagsins
- Andlit bæjarins – myndbrot úr smiðju Tómasar Hallgrímssonar
- Afhending uppfærðrar gjafir til Síldarminjasafnsins og fulltrúa Fjallabyggðar
- Afhending minnislykla til viðmælenda í þáttunum sem þakklætisvottur fyrir aðstoðina
- Afhending á gjöf Vildarvina til SSS í tilefni 100 ára afmælis
- Afmælisgjöf til Golfklúbbs Siglufjarðar í tilefni 50 ára afmælis
Allir sem áhuga hafa á málefninu eru hvattir til að koma á Síldarminjasafnið og vera viðstaddir afhendinguna.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast þættina er bent á að senda tölvupóst á formann SSS Jón Garðar Steingrímsson – jongardar79@gmail.com
Sjá einnig frétt: “SIGLUFJÖRÐUR – SAGA BÆJAR” NÚ TIL SÖLU Á USB LYKLI