Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hefur hug á að halda úti opnum tímum í íþróttahúsum Fjallabyggðar í marsmánuði.

Til reynslu verður settur upp einn tími í viku í hvoru íþróttahúsi.

Um verður að ræða opna hreyfitíma fyrir íbúa 30 ára og eldri. Settar verða upp mismunandi hreyfistöðvar en reynt verður að hafa hreyfiframboð sveigjanlegt þannig að það henti sem flestum.

Fjallabyggð auglýsir opnu hreyfitímana fljótlega.