Eining- Iðja hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum sem eru lífeyrisþegar á leikritið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson sem verið er að sýna í Freyvangsleikhúsinu. Sýningin verður laugardaginn 11. mars nk. og hefst kl. 15:00. 

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofur félagsins sem fyrst eða í síma 460 3600. (Takið fram ef þið eruð utan Akureyrar, upp á bílfar til Akureyrar)

  • Rútuferð frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 14:15.
  • Akstur líka í boði frá Fjallabyggð, Dalvík og Grenivík.

Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi.

Athugið! Um takmarkað sætaframboð er að ræða.