Tekið var fyrir erindi á 869. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar frá Sjómannadagsráði, þar sem óskað er eftir samtali við Fjallabyggð um áhuga ráðsins á að laga og bæta aðstöðu og öryggismál fyrir dorgveiði á norðurgarðinum í Ólafsfjarðarhöfn.

Bæjarráð tók vel í erindi Sjómannadagsráðs og felur sviðsstjóra skipulags og framkvæmdasviðs að fá frekari upplýsingar til útfærslu á hugmyndum ráðsins.

Fylgiskjal: