Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði óskar eftir kvenmanni til starfa. Um er að ræða framtíðar ráðningu sem er 68% starfshlutfall við sundlaugarvörslu, baðvörslu, þrif og fleira.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum. Leitað er að starfsmanni með góða þjónustulund og sem á gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða, skila heilbrigðisvottorði og gefa leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Sótt er um rafrænt gegnum heimasíðu Fjallabyggðar, Rafræn Fjallabyggð – Umsóknir. Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð í Ráðhúsi Fjallabyggðar og skal umsóknum þá skilað þangað.
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2019.
Laun skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Sigurðsson forstöðumaður í síma 863-1466