• 500 gr kjúklingabringur
  • smjör
  • 2 skarlottulaukar
  • 2 gulrætur
  • nokkrar matskeiðar chilisósa
  • 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
  • 8 dl vatn
  • 2 kjúklingateningar (eða 1 kjúklinga- og 1 grænmetisteningur)
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1 peli rjómi (2 ½ dl)
  • 100 gr rjómaostur
  • 2-3 lúkur af pasta
  • smá cayenne pipar
  • pipar og salt
  • púrrulaukur
  • rifinn ostur (mér þykir gott að rífa óðalsost)

Skerið kjúklinginn í bita, saxið laukinn og skerið gulræturinar í sneiðar. Steikið kjúklinginn upp úr smjöri. Þegar kjúklingurinn er að verða tilbúinn er lauknum og gulrótunum bætt út í og steikt saman þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið niðursoðnum tómötum, chilisósu, vatni, rjóma og teningum út í og látið suðuna koma upp. Bætið rjómaostinum í pottinn í smáum skömmtum og látið blandast vel. Bætið pastanu í pottinn og látið sjóða þar til það er tilbúið. Smakkið til með salti, pipar og cayennepipar.

Skerið púrrulaukinn í þunnar sneiðar. Berið súpuna fram með púrrulauk, rifnum osti og góðu brauði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit