Á vef Vegagerðarinnar segir: Vetrarfærð er á öllu landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur.

Óvissustigi er lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi í dag föstudag kl. 11:30. Snjókoma og éljagangur er á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Norðausturhorninu.

Unnið er að mokstri en nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspá og færð.

Veðurspá fyrir landið er norðanátt, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s. Él norðanlands, en léttskýjað syðra. Hægari vindur á morgun og léttir til fyrir norðan. Austan 5-10 og stöku él með suðurströndinni seinnipartinn.

Frost víða 5 til 15 stig, en kaldara á stöku stað í nótt og á morgun.