https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/fundargerdir/display?id=2109003F

Hér er gott dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Fjallabyggð.

Fyrirtæki í bænum (JE) sækir um álit Skipulags og umhverfisnefndar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við vélaverkstæði. Hafnarnefnd gefur jákvætt álit á málið. Skipulags og umhverfisnefnd (bæjarstjórn) sendir málið í grenndarkynningu.

Tvær athugasemdir bárust í grenndarkynningunni. Þegar athugasemdirnar lágu fyrir var leitað lögfræðiálits.  Niðurstaða álitsins var mjög fyrirsjáanleg.

Grenndarkynning á ekki við í svona máli. Það þarf að fara með svona framkvæmd í deiliskipulag. Ef að Skipulags og umhverfisnefnd (bæjarstjórn) hefði gefið sér smá tíma og lesið lögin um grenndarkynningu og ef að einhver vafi hefði verið á um lögmætið þá að fá lögfræðiálit áður en málið er sett af stað í grenndarkynningu.

Í staðinn er farin sú leið að varpa ábyrgðinni yfir á samborgarana með því að láta þá segja álit sitt á viðkomandi framkvæmd.

Þetta getur verið viðkvæmt fyrir marga í litlum samfélögum í miklu návígi og ekki til sóma fyrir kjörna fulltrúa.

Kveðja

Robert Gudfinnsson