Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður á meðan verið er að losa fasta bíla og unnið er að mokstri.
Óvissustig er á Siglufjarðarvegi um Almenninga er lokaður vegna snjóflóðahættu.
Þungfært er á Víkurskarði. Hálka er á flestum öðrum leiðum en snjóþekja í Eyjafirði og éljagangur eða skafrenningur víða.
Sjá nánar á Vegagerðin.is.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 13-23 m/s, hvassast í Öræfum. Slydda eða snjókoma með köflum, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi í dag. Norðaustan 10-18 seinnipartinn, hiti um eða yfir frostmarki.
Norðan 8-15 á morgun, en sums staðar hvassara suðaustanlands. Snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða. Dregur úr ofankomu síðdegis, heldur kólnandi veður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 3-8 m/s, en 8-13 norðvestanlands og dálítil snjókoma vestantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig V-til, en frost annars 1 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku él, en suðaustan 5-10 m/s suðvestanlands um kvödið. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 8 stig, mest inn ti landsins.
Á föstudag:
Suðaustanstrekkingur og slydda eða rigning víða á landinu, en þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.
Á laugardag:
Ákveðin suðaustanátt með rigningu, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti víða 1 til 7 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, úrkomulítið og milt.
Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Lægð skammt suðaustur af landinu veldur nokkuð hvassri norðaustanátt með slyddu eða snjókomu í dag, en það rofar til á Suður- og Vesturlandi. Hiti um eða yfir frostmarki.
Norðan strekkingur á morgun, en hvassir vindstrengir við fjöll suðaustanlands. Þurrt sunnan heiða, annars snjókoma eða él. Léttir til um landið vestanvert seint á morgun, kólnandi veður.