Þjónustu- og skipulagssvið Akureyrarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf safnastjóra Listasafnsins á Akureyri. Um er að ræða 100% starf sem að jafnaði er unnið í dagvinnu en einstaka sinnum utan dagvinnumarka vegna uppsetninga sýninga og opnun þeirra.

Ráðningartími er fimm ár eða t.o.m. 30.06.2029 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan júní næstkomandi.

Listasafnið á Akureyri heyrir undir þjónustu- og skipulagssvið og stjórn safnsins er bæjarráð. Listasafnið sér um safneign listaverka Akureyrarbæjar, hefur umsjón með uppsetningum sýninga og fjölbreyttum viðburðum, fyrirlestrum, tónleikum, leiðsögnum og sinnir fræðslu fyrir skólahópa og safngesti.

Kynntu þér málið http://www.listak.is

Safnstjóri stýrir starfsemi safnsins, leiðir þróun þess og veitir því faglega forystu í samræmi við gildandi stefnur Akureyrarbæjar og lög er varða málaflokkinn. Hann ber ábyrgð á starfsemi og rekstri safnsins.

Helstu verkefni eru:

  • Stýrir daglegri starfsemi, mannauðs- og rekstrarmálum. Stuðlar að framförum og árangri.
  • Ber ábyrgð á rekstrarlegri stjórnun.
  • Ber ábyrgð á mannauðsstjórnun í samræmi við mannauðsstefnu, stjórnsýslulög, verkferla og leiðbeiningar þar að lútandi.
  • Samhæfir störf undirmanna sinna svo að markmiðum vinnustaðarins verði náð með sem hagkvæmustum hætti.
  • Tryggir að safnið njóti trausts viðskiptavina, bæjarbúa, starfsfólks annarra starfseininga bæjarins og stjórnenda.
  • Hefur frumkvæði að nýjungum sem geta stuðlað að bættri þjónustu og rekstri.
  • Framkvæmd og eftirfylgni með starfsáætlun.
  • Fer með yfirumsjón kynningar- og fræðslumála.
  • Tryggir samstarf við skóla og atvinnulíf.
  • Tryggir þróun innan starfseminnar með innleiðingu nýrra lausna og hugmynda.
  • Söfnun tölulegra upplýsinga um starfsemina og skýrslugerð.
  • Heldur utan um safneign Listasafnsins og tryggir skráningu hennar.
  • Hefur umsjón með útleigu á húsnæði safnsins sem er til þess ætlað, s.s. kaffihús, vinnustofur, sýningarrými og listamannarekin rými.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun (BA/BS) sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking og hæfni til að veita faglega forystu í starfsemi Listasafns.
  • Þekking á þróun, straumum og stefnum í safnastarfi.
  • Þekking á lögum og reglugerðum er varða starfsemina.
  • Reynsla af rekstri er æskileg.
  • Reynsla af teymisstjórnun er æskileg.
  • Farsæl reynsla af verkefnastjórnun.
  • Hæfni til að leiða umbótamiðað safnastarf, m.a. með tilliti til fjármála, reksturs og mannauðs.
  • Reynsla af uppsetningu sýninga.
  • Þekking á stjórnsýslulögum er kostur.
  • Færni í miðlun upplýsinga, bæði í ræðu og riti.
  • Góð íslenskukunnátta, geta til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta, geta til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í verkefnum.
  • Metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Skipulagsfærni, sveigjanleiki og víðsýni.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsókn skal fylgja ítarlegt yfirlit yfir starfsferil og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjanda, menntun og starfsreynslu ásamt greinargóðum upplýsingum um þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni til að sinna starfi safnstjóra.

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyri.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sumarliði Helgason, sviðsstjóri Þjónustu- og skipulagssviðs sumarlidi.helgason@akureyri.is eða í síma 460-1005

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2024.