Mikil umræða skapaðist í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og meðal bæjarbúa Siglufjarðar þegar Valgeir Sigurðsson lokaði af aðkeyrslu Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði þann 8. september. Varð það til þess að saga þurfti niður vegg til norðurs svo að sveitin gæti athafnað sig og brugðist við útköllum.

Sjá frétt: BJÖRGUNARSVEITIN STRÁKAR ÓVIRK VEGNA NÁGRANNAERJA

Trölli.is fékk í kjölfarið senda grein, þar sem Steingrímur Kristinsson fer yfir málið, sjá hér að neðan.


Valgeir Sigurðsson í brennidepli umræðunnar.

Mikil og oftar en ekki, mjög neikvæð umræða hefur verið um gömlu Henriksen lóðina, sem Valgeir Sigurðsson keypti forðum daga og gerði þar ýmsar rótækar breytingar á húsinu sem þar stendur, innréttingar á efri hæð, pláss sem hann leigir til ferðamanna. Svo og umfangsmikla sölu á ýmsum búnaði frá neðri hæðinni; lítil rafmagnsknúin bifhjól og þríhjól af mörgum tegundum, auk annarar starfsemi.  

Mest allt svæðið steypt og malbikað og allt hið snyrtilegasta. 

Hin neikvæða umræða um Valgeir, hófst fyrst fyrir alvöru þegar stórar bifreiðar hlaðnar oftar en ekki, hálf úldnum rækjuskeljum sem úr lak úldinn vökvi með tilheyrandi óþef yfir snyrtilegt svæðið austan við inngang að gistiplássi hans, honum og gestum hans til leiðinda. 

Þá tók hann til sinna ráða og lokað þessari „þjóðbraut“ sem notuð hafði verið gangandi og akandi umferðarleið til Primex og Ingvarsbryggju í áratug eða meira án þess að Valgeir hafi gert neitt í því máli. En ekið var yfir lóð hans á sama tíma. 

Allt varð vitlaust á götubylgjunni, og hjá bæjaryfirvöldum (og Primex). Allir bölvuðu Valgeiri í sand og ösku fyrir yfirgang og frekju.
Bæjarapparatið hafði samband með fyrirmæli um að hann yrði að fjarlæga hindranir, en Valgeir stóð við sitt og áfram var lokað og málið lognaðist út af. 

Svo einn daginn þá fylltist svæðið austan og norðan við húsið hans af stórvirkum vinnuvélum og vinnuflokkum og hálf lokuðu aðgengi að gistisvæðinu ásamt ýmsum óþrifnaði, af mold og fleiru. 

EKKI hafði verið haft samband við Valgeir vegna þessa yfirgangs á lóð hans, né beðið um leyfi, Valgeir var óhress og kvartaði  við bæjarapparatið. Þar mun hann hafa mætt steinvegg og honum sagt að vera ekki skipta sér af því sem honum kæmi ekki við, og fyrrverandi bæjarstjóri öskureiður, ásamt orðaflaumi og hótunum frá honum (að sögn Valgeirs). Verktakar héldu áfram sínu striki.
Málið hafnaði hjá ráðuneyti, og þar fengust þau svör að þetta væri eignarlóð og lóðin væri í einu og öll á valdi Valgeirs. 

Og svo enn einu sinni fyrir nokkru, fylltist lóð Valgeirs aftur af stórvirkum vinnuvélum og fjölda bifreiða, viðkomandi starfsmanna ásamt hávaða frá vinnuvélum. Engum hafði dottið í hug að ræða við Valgeir og honum ekki svarað er hann vildi fá að vita hver hefði leyft verktökum að yfirtaka lóð hans.


Þetta atvik var vegna byggingar undirstöðu undir 35 metra hátt loftnetsmastur á vegum símafyrirtækja og fl. við hús Björgunarsveitarinnar Stráka. 
Ekki var Valgeir hress með þetta allt saman. Hans skoðun er einföld. Það er lágmark að viðkomandi, hverjir sem eru; sýni almenna kurteisi, og virðingu. 


Það mun ENGINN lóðareigandi eða rétthafi lóðar líða það að óviðkomandi ryðjist inn á lóð hans og hefji þaðan framkvæmdir, án þess að talað sé við og eða beðið um leyfi.

Það eru ávalt fleiri en ein hlið á hverju máli, og nú hefur Valgeir tekið til sinna ráða til að koma þeirri skoðun sinni endalega á framfæri. (vonandi með árangri).


Hann hefur nú lokað hluta aðgengis og útgengis frá lóð Björgunarsveitarinnar Stráka. Það er búnaður sveitarinnar kemst hvorki inn né út af svæði sínu (vestan megin). 

Hann lagði tæki sín á stað á lóð SINNI sem hindrar aðgengi sveitarinna eins og „götubylgjan“ segir.
Sem er þó í raun ekki alveg rétt, þar sem búnaður og tæki sem eru við og inni í húsi sveitarinnar, er einnig stór dyrabúnaður á húsinu austan megin. 

Og svo get ég ekki ímyndað mér að Valgeir mundi nokkru sinni hindra Björgunarsveitina á EINN EÐA ANNAN HÁTT, ef alvarlegt útkall ætti sér stað. Hann er EKKI að hegna „Strákum“ heldur til að skapa umræðu, sem byggðist á þekkingu og virðingu, en ekki einhliða slúðri. 

Svo má taka fram að það hafa fleiri uppákomur orðið, á lóð Valgeirs, sem hafa yfirtekið svæði hans, en þeim hluta verður ekki miðlað hér.

Vissulega er Valgeir nokkuð sérvitur, það eru fleiri, þar á meðal ég sjálfur sem þetta skrifar, og er í raun stoltur af.


Steingrímur Kristinsson

Kt. 210234-4549