Hraðpækluð gúrka:

  • 1 agúrka
  • 1 msk borðsedik
  • 1 dl vatn
  • 2 msk sykur
  • salt og svartur pipar

Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar með ostaskera. Blandið borðsediki, vatni og sykur saman og smakkið til með salti og pipar. Hellið yfir gúrkuna.

Pæklaður rauðlaukur:

  • 2 rauðlaukar
  • safinn úr 2 lime
  • 1/2 dl eplaedik
  • salt

Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og blandið saman við hin hráefnin. Látið standa í amk 15 mínútur áður en borið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit