- 3 plötur smjördeig (um 250 g)
- 1 púrrulaukur
- 150 g spínat
- 100-150 g fersk rifinn parmesan
- 3 egg
- 1 dl rjómi
- 1 dós (400 g) kirsuberjatómatar í dós
- salt
- pipar

.
Fletjið smjördeigið út og þekið bökumót sem er um 24 sm í þvermáli með því. Stingið um botninn með gaffli og látið síðan í frysti í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 225°. Forbakið bökuskelina í 15 mínútur í miðjum ofni. Takið skelina að því loknu úr ofninum og lækkið hitann niður í 200°. Ef smjördeigið hefur blásið upp við baksturinn þá er botninum á því þrýst aftur niður.
Skolið púrrulaukinn og skerið hann í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið púrrulaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram þar til spínatið er orðið mjúkt.

.
Setjið púrrulauk, spínat og rifinn parmesanost í bökuskelina. Hrærið egg og rjóma saman og kryddið með salti og pipar. Hellið hrærunni yfir fyllinguna og toppið með hálfum kirsuberjatómötum.
Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur.

.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit