Í kvöld kl. 18:48 sunnudagskvöldið 28. mars 2021 er fullt tungl.
Þetta er fyrsta fulla tunglið eftir vorjafndægur svo páskadag ber upp á næsta sunnudag á eftir eða 4. apríl. Þetta er jafnframt eitt af fjórum nálægustu og stærstu fullu tunglum þessa árs.
Að þessu sinni verður tunglið 362.170 km frá miðju Jarðar. Fjögur nálægustu fullu tungl ársins koma öll í röð: Í mars, apríl, maí og júní.
Nálægasta og stærsta fulla tungl þessa árs verður 26. maí, þá 357.462 km í burtu.
Á internetinu verður það örugglega kallað „ofurmáni“. Hafðu bara í huga að fullt tungl er alltaf gullfallegt.
Heimild/ Stjörnufræðivefurinn