Út er komið lagið Rhoads með GREYSKIES.

GREYSKIES er listamannsnafn Steinars Baldurssonar sem er 25 ára lagahöfundur og pródúsent.

Lagið Rhoads er hið fínasta lag og verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 13 – 15.

GREYSKIES gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music og hefur nú þegar gefið út lögin Numb og Hurts so bad af 11 laga plötu sem kemur út seinna á þessu ári.

Rhoads á Spotify